Þurrís er frábær viðbót í matreiðsluna

Eiginleikar þurríss gera hann að einkar skemmtilegri viðbót í matreiðsluna. Hér á eftir fygja nokkrar hugmyndir að því hvernig þið getið tekið ykkar matreiðslu upp á hærra plan með lítill fyrirhöfn.

Kurlið þurrísinn, t.d. í blandara, þar til hann er orðinn eins og fínt duft. Setjið bragðgrunn í hrærivélarskál, t.d. 50/50 blöndu af mjólk og rjóma, eða ávaxtasafa og blandið einni skeið í einu af þurrísnum út í. Þegar hætt er að rjúka af blöndunni er meiri þurrís bætt í þar til blandan er orðin nógu þykk. Hrærið á meðal hraða í ca. 5 mínútur, eða þar til ísinn hefur stífnað hæfilega. Tryggið að allur þurrís hafi gufað upp úr blöndunni áður en hún er borin fram. Stingið ísnum í frysti ef það á ekki að bera hann fram strax. Prófið ykkur áfram með mismunandi bragðsamsetningar, t.d. súkkulaði, karamella, kaffilíkjör, eða bara hvað sem ykkur dettur í hug.

 

Fyrir skemmtilega framsetningu má setja litla skál með heitu vatni á diskinn sem deserinn er borinn fram á og setja þurrísmola í vatnið til að fá dulúðuga þoku til að umlykja eftirréttinn.

Heimagerður rjómaís á á innan við 10 mínútum

Eiginleikar þurríss gera hann að einkar skemmtilegri viðbót í matreiðsluna. Hér á eftir fygja nokkrar hugmyndir að því hvernig þið getið tekið ykkar matreiðslu upp á hærra plan með lítill fyrirhöfn.

Kurlið þurrísinn, t.d. í blandara, þar til hann er orðinn eins og fínt duft. Setjið bragðgrunn í hrærivélarskál, t.d. 50/50 blöndu af mjólk og rjóma, eða ávaxtasafa og blandið einni skeið í einu af þurrísnum út í. Þegar hætt er að rjúka af blöndunni er meiri þurrís bætt í þar til blandan er orðin nógu þykk. Hrærið á meðal hraða í ca. 5 mínútur, eða þar til ísinn hefur stífnað hæfilega. Tryggið að allur þurrís hafi gufað upp úr blöndunni áður en hún er borin fram. Stingið ísnum í frysti ef það á ekki að bera hann fram strax. Prófið ykkur áfram með mismunandi bragðsamsetningar, t.d. súkkulaði, karamella, kaffilíkjör, eða bara hvað sem ykkur dettur í hug.

 

Fyrir skemmtilega framsetningu má setja litla skál með heitu vatni á diskinn sem deserinn er borinn fram á og setja þurrísmola í vatnið til að fá dulúðuga þoku til að umlykja eftirréttinn.

Rjómaísuppskriftir

 

Grunnur 1.

4 eggjarauður, 120 gr. sykur, 4 dl. rjómi, 2 tsk. vanilludropar. Þeytið fyrst saman eggjarauðum og sykri og blandið síðan þeyttum rjóma og vanilludroðum við blönduna.

Grunnur 2.

1 stór bolli mjólk, 1 lítill bolli maple sýróp, 3 egg. 1 tsk. vanilludropar og 1 peli rjómi. Þeytið rjómann sér. Þeytið síðan eggin, sýrópið og vanilludropana saman. Hitið mjólkina að suðu og bætið rólega saman við og hrærið stöðugt í á meðan. Að lokum er þeytta rjómanum bætt saman við.

Grunnur 3.

4 eggjarauður, 100 gr. sykur, 1 tsk. vanilludropar, 2 dl mjólk og 4 dl rjómi. Eggjarauður og helmingur af sykri þeytt saman þar til létt og ljóst, mjólk og hinn helmingurinn af sykrinum ásamt vanilludropum soðið saman. Hellið heitri blöndunni mjög rólega saman við eggjahræruna og þeytið rólega þar til blandan fer að þykkna. Þá er þeyttum rjómanum blandað varlega saman við eggjakremið með sleif. Í þennan ís er mjög gott að setja góðan líkjör og uppáhalds súkkulaðið.

Drykkir með þurrís

 

Prófið að setja þurrís í glös með uppáhalds drykkjunum ykkar og bera þá fram "rjúkandi" kalda. Bestur árangur næst ef drykkirnir eru við stofuhita þegar þurrísnum er bætt við. Gætið þess að fá ekki þurrís upp í  ykkur. Hann er -97,5°C kaldur og getur orsakað kal. Best er að setja þurrísinn í hylki sem sett er út í glasið. Hylkin fást hjá Ísblik og í betri partýbúðum.

Fersk ber og grænmeti allt árið

 

Margir tína ber, sveppi og taka upp grænmeti á haustin og eiga í frysti til að nota yfir veturinn. Því miður verða þessar afurðir oft vatnssósa og frekar ógirnilegar þegar búið er að þýða þær upp. Prófaðu að frysta þær með þurrís áður en þú setur afurðirnar í frysti.

Kampavín með stæl

 

Kampavín er oft borið fram þegar stórviðburðum er fagnað. Gerðu viðburðinn enn eftirminnilegri með því að setja hylki með heitu vatni og þurrís ofan í kampavínskælinn.

Ilmandi þoka

 

Berið matinn fram með þoku sem ber með sér sterkan ilm af réttinum. Takið t.d. soð af kjöti eða fiski. Hitið soðið og setjið í litla skál á diskinum með matnum og setjið þurrísmola út í soðskálina.

Bjóðið gestunum að finna ilminn.

Ilmandi þoka

 

Berið matinn fram með þoku sem ber með sér sterkan ilm af réttinum. Takið t.d. soð af kjöti eða fiski. Hitið soðið og setjið í litla skál á diskinum með matnum og setjið þurrísmola út í soðskálina.

Bjóðið gestunum að finna ilminn.

Þurrís í veisluna

 

Prófaðu að setja skál með heitu vatni og þurrís á matardiskinn eða fatið áður en þú berð það fram, eða settu smá þurrís út í súpuna áður en hún kemur á borðið. Veislugestirnir munu ekki gleyma því í bráð.

Þurrís er

kaldari en klaki

og líka skemmtilegri!

 

Hafðu samband og pantaðu þurrís

í veisluna

© 2017 Ísblik ehf.

Hringdu í okkur í síma 537-3331 eða sendu okkur póst á isblik@isblik.is til að fá nánari upplýsingar eða tilboð í hreinsun.