Koldíoxíð (CO2) er u.þ.b. 0,03% af andrúmsloftinu. Það er í andardrætti okkar þegar við öndum frá okkur og það er næringin sem laufblöð og gras vinna úr umhverfinu og er þeim nauðsynleg. Koldíoxíð er lyktar- og litlaus gastegund sem er þó hvorki eldfim né er af henni sprengihætta.
 

Koldíoxíð er aukaafurð sem verður til við margskonar framleiðslu og er safnað saman og nýtt á margvíslegan hátt í stað þess að sleppa því beint út í andrúmsloftið.
 

Þurríshreinsun er því afar umhverfisvæn hreinsunaraðferð sem:

  • dregur úr notkun leysiefna og vatns

  • er vottuð af flestum opinberum vottunaraðilum

  • er þess fær að eyða bakteríum eins og Ecoli, Listeria og Salmonella

  • skapar ekki aukaúrgang umfram það sem verið er að fjarlægja

  • er örugg og ekki eitruð

  • bætir ekki eitruðum lofttegundum út í umhverfið

Umhverfisáhrif þurríshreinsunar 

© 2017 Ísblik ehf.

Hringdu í okkur í síma 537-3331 eða sendu okkur póst á isblik@isblik.is til að fá nánari upplýsingar eða tilboð í hreinsun.