Kostir og notkunarsvið þurríshreinsunar

Vél og framleiðslubúnað í iðnfyrirtækjum þarf að hreinsa reglulega. Regluleg þrif eru með í að tryggja gæði framleiðslunnar og geta lengt líftíma tækjabúnaðar, auk þess að vera nauðsynleg til að viðhalda ásættanlegum gæðum framleiðslunnar.

Þurríshreinsun getur stytt stöðvun vegna þrifa um allt að 80%, fækkað starfsfólki við þrif og dregið úr notkun á hreinsiefnum. Með þurríshreinsun má ná í alla króka og kima sem erfitt getur verið að ná til með hefðbundnum aðferðum. Tími og kostnaður vegna þrifa á umhverfi tækjanna eftir þrifin minnkar umtalsvert auk þess sem ekki er lengur þörf á að farga spilliefnum, tuskum og öðrum óhreinindum sem jafnan fylgja þrifum á framleiðslu og iðnvélum.

Hafðu samband til að skoða hvernig þurríshreinsun geti aukið arðsemi þinnar starfsemi. 

Matvælaframleiðsla og pökkun

 

Framleiðniaukning og styttri stopp

Krafa um hreinlæti er mikilvæg í matvælaiðnaði. Framleiðslubúnaður er oftar en ekki flókinn og þarfnast mikils viðhalds. Mataragnir, ryk og fita smjúga gjarnan inn í hvern krók og kima og erfitt getur verið að ná að hreinsa allt svo vel sé.

Þurríshreinsun með þurrís er umhverfisvæn og fljótleg aðferð við að hreinsa búnað á staðnum, jafnvel án þess að hann þarfnist stöðvunar.

Landbúnaður

Líkt og í öðrum matvælaiðnaði er krafa um hreinlæti sívaxandi í landbúnaði og geta bændur jafnvel átt á hættu að missa framleiðsluleyfi sé þeim ekki fylgt. Óhreinindi frá gripum, ryk, fita og kóngulóarvefir, svo eitthvað sé nefnt fara um allt og erfitt og tímafrekt getur verið að uppfylla kröfur um hreinlæti. 

Þurríshreinsun er hagkvæm og fljótvirk aðferð til að fjarlægja þessi óhreinindi og tryggja að búið uppfylli alla hreinlætisstaðla.

Þrif í kjölfar eldsvoða

 

Eldur og vatnið sem notað er til að slökkva hann veldur oftar en ekki miklum skemmdum og skilur eftir sig sót, drullu og brunalykt. Með þurríshreinsun er hægt að hreinsa sviðið yfirborð af timbri og hreinsa burt sót og brunalykt.

 

Þurríshreinsun hentar því fyrir burðarvirki, klæðningar, innanstokksmuni, bækur og húsgögn, svo dæmi séu nefnd.

Prentun blek, málning og lím

 

Blek, fita, lím og pappírsagnir geta haft áhrif á gæði prentunar og nákvæmni prentvéla. Hefðbundnar hreinsunaraðferðir hafa í för með sér mikla notkun á sterkum leysiefnum og tuskum sem síðan þarf að farga með tilkostnaði. Auk þess þarf oft að skafa og pússa hluti, sem getur valdið auknu sliti. Allt er þetta til að draga úr líftíma prentvéla og lækka endursöluverð.

Þurríshreinsun hefur sýnt sig að geta stytt hreingerningatíma um allt að 60% og kostnað vegna þrifa um allt að 80%.

Raforkuframleiðsla og dreifing

 

Raforkubúnaður, s.s. túrbínur, rafalar, AC/DC mótorar, spennar, o.s.frv. er venjulega þrifið með leysiefnum, vatni og tuskum. Oft getur verið erfitt að finna nægan tíma til þrifa, sem getur orsakað aukin óhreinindi sem aftur getur leitt til minnkandi framleiðslugetu og jafnvel straumrofa vegna útsláttar.

Hreinsun með þurrís gerir mögulegt að hreinsa búnað á staðnum, jefnvel án þess að hann sé stöðvaður þar sem þurrísinn er ekki straumleiðandi og enginn tími fer í að verja búnað fyrir raka fyrir þrif, eða í að þurka upp á eftir.

Plastframleiðsla

 

Venjulega þarf að stöðva plaststeypuvélar, taka úr þeim mótin og kæla áður en þrif geta hafist. Oftar en ekki þurfa þau að liggja í hreinsilegi í nokkra daga til að losa óhreinindin. Þurríshreinsun virkar best á heita hluti og kemst í hvern krók og kima við þröngar og erfiðar aðstæður.

Með þurrís er hægt að hreinsa mótin í vélunum og stytta stopp, jafnvel svo dögum skiptir.

Myglusveppur og rakaskemmdir

 

Rakaskemmdir og mygla hefur sennilega alltaf verið vandamál í byggingum á Íslandi en á undanförnum árum hefur fólk verið að gera sér betur grein fyrir þeim neikvæðu áhrifum sem raki og mygla hefur á heilsu fólks. Úrbætur hafa gjarnan verið erfiðar, tímafrekar og kostnaðarsamar og árangur oft á tíðum vafasamur.

Þurríshreinsun er umhverfisvæn og afar skilvirk aðferð við að fjarlægja myglugró. Unnt hefur verið að stytta þann tíma sem hreinsun tekur um allt að 70% og heildar kostnað um allt að 80% með því að nota þurríshreinsun.

© 2017 Ísblik ehf.

Hringdu í okkur í síma 537-3331 eða sendu okkur póst á isblik@isblik.is til að fá nánari upplýsingar eða tilboð í hreinsun.