Búnaður
Ísblik er umboðsaðili PolarTech á Íslandi og sér um sölu, markaðssetningu og þjónustu á PolarTech búnaði á Íslandi. Ísblik tekur að sér þurríshreinsunarverkefni og er auk þess með PolarTech þurríshreinsivélar til sölu og leigu, allt eftir hvað hentar hverjum viðskiptavini fyrir sig.

PT Combi
Öflugasta vélin okkar, ræður við allt frá minnstu verkum til þeirra stærstu. Getur notað bæði fljótandi CO2 og þurrísperlur, auk vikurblöndu fyrir erfiðustu óhreinindin, s.s. rið. Tankur fyrir 25 kg af þurrís með afköst allt að 50 kg af þurrís á klukkustund.

PT Pro
Notar bara fljótandi CO2 og framleiðir því þurríssnjó. Tilvalin vél fyrir viðkvæm verkefni, s.s. hreinsun á rafmagns og rafeindabúnaði, bækur málverk og húsgögn, svo eitthvað sé nefnt. Notar 0,25-1,5 kg af fljótandi CO2 á mínútu.
PT 25
Meðfærileg vél með tank fyrir 25 kg af þurrísperlum og þrýstiloftsnotkun frá 1-5 m3/mín. Þessi vél notar ekki fljótandi CO2 en getur notað vikur með þurrísnum fyrir erfiðari verkefni, s.s. riðhreinsun.


PT Mini
Sú netta. Vélin er einungis 26 kg, með tank fyrir 8 kg af þurrís og afkastar allt að 25 kg af þurrís á klukkustund.