Algengar spurningar
Hvað er þurrís?

Þurrís er koldíoxíð (CO2) í föstu formi. Koldíoxíð er gastegund sem finnst í andrúmslofti, auk þess að vera aukaafurð sem verður til í tengslum við ýmsa framleiðsluferla og við brennslu jarðefnaeldsneytis.

Hver eru áhrif CO2 á umhverfið?

Plöntur nærast á koldíoxíði og er þeim því nauðsynlegt. CO2 aukning í andrúmsloftinu vegna brennslu jarðefnaeldsneytis er hins vegar eitt af því sem aukið hefur á gróðurhúsaáhrif. Áhrif þurríss eru hinsvegar vart mælanleg í þessu sambandi og áhrif þurrísnotkunar til minnkunar á öðrum skaðlegum efnum gerir mikið meira en vega upp áhrifin af því koldíoxíði sem gufar upp við notkun á þurrís.

Hvernig er þurrís geymdur?

Þurrísinn er afgreiddur í einangruðum plastkössum og getur hann endst í allt að 5 daga í þeim. Nauðsynlegt er að geyma þurrís í vel loftræstum rýmum.

Hvað er þurríshreinsun?

Þurríshreinsun er umhverfisvæn hreinsunaraðferð. Hún tærir hvorki né sverfur, henni fylgir hvorki eld- né sprengihætta og hún orsakar ekki rafleiðni. Ólíkt mörgum öðrum hreinsunaraðferðum þá fylgja henni engin óhreinindi eða úrgangur utan þess sem henni er ætlað að fjarlægja.

Hvernig virkar þurríshreinsun?

Þrjár víddir skapa í sameiningu virkni þurríshreinsunar. Í fyrsta lagi varmaáhrifin sem verða þegar -98,5 gráðu kaldur ísinn skellur á heitara yfirborði. Við það losnar bindingin á milli óhreinindanna og yfirborðsins, og hið síðara stendur hreint og þurrt eftir. Í öðru lagi hreyfiáhrifin þegar þurrísperlurnar skella á yfirborðinu og í þriðja lagi 700% rúmmálsaukningin sem verður þegar þurrísinn gufar upp og verður aftur að koldíoxíð gasi. Þegar þessar þrjár víddir koma saman er óhreinundunum þeytt af yfirborðinu sem er hreint og þurrt á eftir.

Er hægt að hreinsa framleiðslubúnað á staðnum?

Einn af kostum þurríshreinsunar er að yfirleitt er hægt að hreinsa framleiðslu- og vélbúnað á staðnum, sem styttir stopp og óþægindi vegna hreinsunar umtalsvert.

Hvað verður um óhreinindin?

Við þurríshreinsun er óhreinindunum blásið af yfirborði þess sem er hreinsað og fellur til jarðar. Það fer svo eftir eðli óhreinindanna hvernig þau eru fjarlægð, t.d. með því að sópa þeim upp, ryksuga, eða þurka. Engin önnur óhreinindi fylgja ferlinu.

Hvað með búnað í nágrenni þess sem er hreinsað hverju sinni?

Venjulega er það sem hreinsað er skermað af til að koma í veg fyrir að óhreinindi berist yfir á annað. Þetta er leyst miðað við aðstæður á hverjum stað

Kælir þurrísinn yfirborð þess sem er hreinsað?

Já, en hversu mikið fer eftir flatarmáli þess sem er hreinsað og hversu hratt er farið yfir. Þetta hefur þó sjaldan veruleg áhrif og hið hreinsaða nær venjulega umhverfishita aftur innan fárra mínútna.

Er hægt að þurríshreinsa heita fleti?

Já, það er í raun ennþá betra að hreinsa heita fleti en kalda. Þeim mun meiri sem hitamunurinn er, þeim mun meiri eru hreinsi áhrifin þegar kaldur þurrísinn lendir á yfirborðinu.

Getur þurríshreinsun skemmt yfirborð þess sem er hreinsað?

Þrýstingur, þurrísmagn og kornastærð eru stillanleg þannig að það henti allt frá viðkvæmu yfirborði, eins og til dæmis pappír, málverk og áklæði upp í malbik, steypu og ryðgað stál.

Er þurríshreinsun hagkvæmur kostur?

Þurríshreinsun er oft hagkvæmari en aðrar hreinsunaraðferðir, ekki síst vegna þess hve skamman tíma hún tekur og vegna þess að ekki þarf að taka sundur búnað fyrir hreinsun, eða verja t.d. viðkvæman rafmagns- og rafeindabúnað. Þurríshreinsun skemmir ekki yfirborð þess sem er hreinsað svo ekki þarf að mála eða húða yfirborð að lokinni hreinsun. Auk þess fylgja engin óhreinindi eða bleyta þurrísnum svo umtalsverður tími og kostnaður vegna þrifa og förgunar sparast.

© 2017 Ísblik ehf.

Hringdu í okkur í síma 537-3331 eða sendu okkur póst á isblik@isblik.is til að fá nánari upplýsingar eða tilboð í hreinsun.